Íslendingar kyssa vöndinn

Í sorg minni yfir dapurlegu gengi félagshyggjuaflanna í íslenskri pólitík hef ég haldið áfram með lestur Töfrahallarinnar eftir Böðvar Guðmundsson. Það er sláandi hvernig aðlapersóna sögunnar lætur plata sig með gylliboðum, fagurgala og óljósri tilfinningu um þægilegt líf sem komi einhvern vegin upp í hendurnar á henni án þess að þurfa að hafa fyrir því. Í staðin rekur hver ógæfan aðra en þrátt fyrir það er alltaf leitað á sömu mið. Þetta er nákvæmlega það sama og Íslendingar gera, nú kyssa þeir vöndinn á ný og kalla yfir sig nýja hrunstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn boðar nákvæmlega sömu aðgerðir og áður leiddu til efnahagshruns og Framsókn ætlar að sækja fé til vogunarsjóða. Vonandi tekst Framsókn það en ef að líkum lætur er það sýnd veiði en ekki gefin.

Töfrahöllin

Er að lesa Töfrahöllina eftir Böðvar Guðmundsson. Þetta er frábær bók sem fléttar saman skemmtilega persónusköpun, skemmtileg stílbrögð og djúpstæðan boðskap. Aðalpersónan lendir á milli tveggja heima, annars vegar hins fábreytta lífs í tenglum við nátturuna og hins vegar markaðshyggjunni í hinni viltustu mynd, þar sem allt er í raun falt. Fyrstu kynninn við hið óhefta viðskiptalíf eru mjúk, blíðleg og björt en dekkri tónar eru undirliggjndi. Ég er núna stödd þar sem aðalpresónan er í raun búin að jarða sitt fyrra líf og afi hans með hugsjónir sínar um betri heim er dáinn. Tengdafaðirinn með öll sín auðæfi tekur að sér að ráðstafa arfinum og hefur um leið í raun fullkomið vald yfir tengdasyninum. Hann langar að mennta sig í mannfræði en tengdafaðirinn vill að hann mennti sig í viðskiptagreinum eða stjórnun.

Óttast að við séum sem þjóð á sama stað og aðal sögupersónan. Hart er sótt að okkur að selja allt sem hægt er að selja, þar á meðal nýtingarrétt á auðlindum okkar. Vörum okkur á gylliboðum sem hafa það eitt að markmiði að komast til valda. Hvenær hefur það vafist fyrir gömlu valdaklíkunum að svíkja loforð? Ég ætla að halda áfram að lesa bókina og vona að sögupersónan sem gengur gjarnan undir nafninu nafni, nái að halda sjálfstæði sínu og viðhaldi mannlegum gildum sínum. Þess óska ég öllum nöfnum þessa lands.  


Lýðræðishalli og brot á stjórnarskrá

Hvet fólk til að hunsa framboðsþætti á Stöð 2 og kosningaumfjöllun í Fréttablaðinu vegna lýðræðishalla. Verð líka að segja að mér finnst það ekki mikil lýðræðisást af framboðunum sem boðið er til viðræðna að þiggja það með þessum leikreglum. Þetta er líka mjög fjarri jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, enda má ekki mismuna vegna skoðannna. Ef þið viljið lýðræðisumbætur og raunverulegan vilja til jafnréttis í samfélaginu kynnið ykkur þá framboðin sem ekki eru boðin til ,,veislunnar".

Sala á Landsvirkjun er pissa í skóinn sinn hagfræði

Það er ástæða fyrir því að auðmenn vilja fjárfesta í eignum. Ástaðan fyrir því er að eignirnar viðhalda auðnum og skapa enn meiri auð. Mest sækjast þeir eftir fyrirtækjum sem allir eru knúnir til að skipta við eða fyrirtækjum sem eru kostuð af skattfé sem er öruggur tekjustofn. Dæmi um svona fyrirtæki eru þau sem hafa aðgang að takmarkaðri auðlind eins og orkufyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki, skólar og heilbrigðisstofnanir. Einnig eru bankar mjög eftirsóttir enda sitja þeir á gullkistu og geta leikið sér með hana nánast að vild vegna bankaleyndar. Auðmenn beita sér mjög sterkt á bakvið tjöldin boða þau trúarbrögð að almenningur eigi helst ekki að eiga neitt. Miklu betra sé fyrir opinbera aðila að leigja en ekki eiga. Hvers vegna gera þeir það þá ekki sjálfir og selja eignir sínar til almennings? Eru þeir bara að fórna sér fyrir almenning? Hvernig eignuðust þeir þá það sem þeir eiga? Varla hafa það verið almennar launatekjur. 

Einn stjórnmálaflokkur hefur í gegnum árin beitt sér fyrir einkavæðingu ríkiseigna og gerir enn þrátt fyrir alvarlagar afleiðingar fyrri einkavæðingar. Þessi flokkur ætlar að minnka tekjustofn ríkisins með skattalækkunum og brúa gatið með sölu Landsvirkjunar, sem er ekkert annað en pissa í skóinn sinn hagfræði. 


Ríkisstyrktar áróðursauglýsingar

Ég bið kjósendur að hugsa um að þeir stjórnmálaflokkar sem nú eru með menn á þingi, auglýsa á kostnað skattgreiðenda. Þeir sem mikið auglýsa gera það auk þess með fjármunum frá hagsmunaaðilum sem heimta stuðning að kosningum loknum.

Ég borga skattana mína með gleði, nema þegar ég sé þá fara í innantómar áróðursauglýsingar. 

Ég hvet alla til að setja mínus við flokka sem auglýsa mikið, ekki síst í dýrum miðlum eins og sjónvarpi. 


Umræða um umbúðir í stað stefnu

Það er mjög erfitt að reka kosningabaráttu þegar maður getur ekki opinberða stefnuna vegna þess að hún er ekki til vinsælda vaxinn. Þá er reynt að gagnrýna ferlið, taka um að einfalda hlutina, o.s.frv. Það sem gerist hins vegar stundum er að frambjóðendur opinbera stefnuna óvart. Þetta gerðist hjá Bjarna Benediktssyni í opinni línu á DV, þar sagði hann ,,Auðvitað væri gott að geta hækkað persónuafsláttinn en við munum frekar leggja áherslu á að lækka skattprósentuna sem aftur hækkar frítekjumarkið" eða m.ö.o að gera ríku mennina ríkari, enda greiða þeir í Flokkinn.

Skattar of háir?

Flestir segja kannski að þeir séu ekki alfarið á móti sköttum en skattar séu einfaldlega allt of háir, en er það svo? Eru þeir sem fá greitt af hinu opinbera t.d. ofsælir af launum sínum? Svarið er í flestum tilfellum nei. Við fylgjumst með flótta heilbrigðisstétta úr landinu vegna  launakjara. Kennarastéttir eru ekki heldur ofsælar af launum sínum og nýliðun er lítil af þeim sökum. Alvarlegasta dæmið um það er deyjandi stétt leikskólakennara. Viðurkennt er að eitthvað verði að gera til að svo verði ekki, en þetta eitthvað má ekki vera kauphækkun því skatta þarf alltaf að lækka og alls ekki hækka. Munum það hins vegar að skattar eru tekjustofn velferðarríkisins og öll gylliboð stjórnmálaflokka um lækkun þeirra eru í raun ávísun á niðurskurð á þjónustu og láglaunastefnu sem elur af sér fólksflótta úr þjónustugreinum sem við getum ekki verið án. Látum ekki kaupa atkvæði okkar með slíkum óábyrgum gylliboðum.


Meira af öreigapólitík

Það er ástæða fyrir því að auðmenn vilja fjárfesta í eignum. Ástaðan fyrir því er að eignirnar viðhalda auðnum og skapa enn meiri auð. Mest sækjast þeir eftir fyrirtækjum sem allir eru knúnir til að skipta við eða fyrirtækjum sem eru kostuð af skattfé sem er öruggur tekjustofn. Dæmi um svona fyrirtæki eru þau sem hafa aðgang að takmarkaðri auðlind eins og orkufyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki, skólar og heilbrigðisstofnanir. Einnig eru bankar mjög eftirsóttir enda sitja þeir á gullkistu og geta leikið sér með hana nánast að vild vegna bankaleyndar. Auðmenn beita sér mjög sterkt á bakvið tjöldin boða þau trúarbrögð að almenningur eigi helst ekki að eiga neitt. Miklu betra sé fyrir opinbera aðila að leigja en ekki eiga. Hvers vegna gera þeir það þá ekki sjálfir og selja eignir sínar til almennings? Eru þeir bara að fórna sér fyrir almenning? Hvernig eignuðust þeir þá það sem þeir eiga? Varla hafa það verið almennar launatekjur. 

Nú fer hver að verða síðastur að spyrja framboðin um fjárfestingastefnu þeirra. Stendur til að einkavæða opinber fyrirtæki á næsta kjörtímabili?


Pissa í skóinn sinn hagfræði

Flestir geta ímyndað sér hvernig það kemur út að pissa í buxurnar og finna hlýja bununa ylja sér, en bara augnablik. Það sama gerist þegar erlendir fjárfestar kaupa fyrirtæki á Íslandi. Þá losnar fjármagn sem þægilegt er nota í eyðslu. Það fé sem losnar hitar hagkerfið og eykur útstreymi fjármagns úr landinu, vegna aukinnar neyslu og vegna arðs af erlendu fjárfestingunum sem fer úr landi til eigendanna. Þegar búið er að eyða því skotsilfri sem varð til við söluna kólnar hagkerfið fljótt því tekjustofninn hefur minnkað. Eftir sitjum við fátækari en áður, því tekjustofninn er fólginn í fyrirtækjunum. Þetta er sannkölluð öreigastefna sem stefnir okkur beint í moldarkofana svo notuð sé klassísk myndlíking.

Ég hvet kjósendur að spyrja framboðin hvaða afstöðu þau hafa til erlendra fjárfestinga og hvort allt sé falt. 


Auglýsingar kostaðar af skattgreiðendum

Auglýsingar kosta stórfé og það gefur því auga leið að fyrirtæki auglýsa vegna þess að auglýsingar hafa áhrif og auka viðskiptin. Sama á við um auglýsingar stjórnmálaflokka. Þær eru til þess gerðar að auka fylgi flokkana, en er eitthvað að því? Er ekki markmið flokka einmitt að auka fylgi sitt? Vissulega, en ekki hafa allir jafn mikið fjármagn úr að spila til að auglýsa, þannig að framboðin standa ójafnt af vígi. Auk þess eru þær oftast innihaldslitlar ímyndarauglýsingar sem sýna brosandi fólk. Textinn er yfirleitt frasakenndur og opinn, eins og traust stjórn, aukin hagsæld, meiri velmegun, framsókn til betri lífskjara, kröftugt atvinnulíf, hagsmunir heimilanna og fleira sem segir í raun ekki neitt. Í raun eru stjórnmálaflokkarnir að kaupa atkvæði fólks með fjármagni sem þeir fá m.a. úr ríkisjóði. Í dag hafa menn fjölda tækifæra til að kynna stefnumál sín án þess að borga fyrir það. Ég hvet framboðin til að spara auglýsingakostnaðinn og alla kjósendur  að forðast þá sem hyggjast kaupa atkvæði okkar í komandi kosningum. Mitt atkvæði er ekki falt fyrir fé,  en þitt?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband