Skattar of háir?

Flestir segja kannski að þeir séu ekki alfarið á móti sköttum en skattar séu einfaldlega allt of háir, en er það svo? Eru þeir sem fá greitt af hinu opinbera t.d. ofsælir af launum sínum? Svarið er í flestum tilfellum nei. Við fylgjumst með flótta heilbrigðisstétta úr landinu vegna  launakjara. Kennarastéttir eru ekki heldur ofsælar af launum sínum og nýliðun er lítil af þeim sökum. Alvarlegasta dæmið um það er deyjandi stétt leikskólakennara. Viðurkennt er að eitthvað verði að gera til að svo verði ekki, en þetta eitthvað má ekki vera kauphækkun því skatta þarf alltaf að lækka og alls ekki hækka. Munum það hins vegar að skattar eru tekjustofn velferðarríkisins og öll gylliboð stjórnmálaflokka um lækkun þeirra eru í raun ávísun á niðurskurð á þjónustu og láglaunastefnu sem elur af sér fólksflótta úr þjónustugreinum sem við getum ekki verið án. Látum ekki kaupa atkvæði okkar með slíkum óábyrgum gylliboðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband