14.11.2010 | 13:09
Einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn
Í ljós kom í kjölfar hrunsins að lífeyrissjóðakerfið er meingallað. Í fyrsta lagi getur fólk ekki valið í hvaða lífeyrirsjóð það greiðir og fólk hefur ekki val um hvort það greiðir yfir höfuð í lífeyrissjóð. Ofan á þá þvingun að greiða stórfé á hverju ári til sjóðanna hefur almennur sjóðfélagi ekki beinan kosningarétt um hverjir stjórna þessum eftirlaunasjóði hans og hefur engin tæki til að losna við fjárglæframenn úr stjórnum þeirra ef þeir rata þangað. Í öðru lagi eru lífeyrisréttindi misgóð eftir sjóðum, sem er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, fyrst fólk getur ekki valið sér lífeyrirsjóð sjálft. Í þriðja lagi eru upplýsingar um rekstur lífeyrirssjóðanna ekki nógu aðgengilegar fyrir sjóðsfélaga, sem eiga að geta skoðað sundurgreindan rekstur þess sjóðs sem geymir eftirlaunasjóð þeirra. Í fjórða lagi eru lífeyrirsjóðum settar reglur um lágmarksávöxtun, sem hvetur sjóðina til áhættufjárfestingar án raunverulegs umboðs frá sjóðfélögum. Við fáum ekki enn að vita hver er staða lífeyrissjóðanna eftir hrun þó þeir geymi okkar eigið fé. Að óbreyttu geta stjórnendur lífeyrissjóðanna eytt ellilífeyri almennings í vonlausa áhættufjárfestingu, s.s. flugfélög og byggingafyrirtæki, án þess að hinn almenni sjóðsfélagi geti rönd við reist.
Hægt væri að hafa einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn með stjórn sem væri kjörin með vönduðum hætti og gæti ekki setið lengi. Þetta væri mikill sparnaður þar sem rekstur lífeyrirsjóðanna hefur verið mjög dýr. Hægt væri líka að tryggja jafnræði með því að fólk gæti ráðið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir og jafnframt fært féð sitt til milli sjóða, ef það vill. Ef hins vegar er haldið áfram með núverandi kerfi verður að tryggja að sjóðsfégagar geti kosið stjórn sjóðanna beinni kosningu.
Athugasemdir
Afhverju ekki bara að gera þetta eins og gamli skyldusparnaðurinn var.Þá eru engir sjóðir heldur mun allur þessi peningur fara á þína eigin kennitölu í seðlabankann með verðtryggingu og hæstu leyfilegu vexti bankans.
Þar með er hægt að loka öllum þessum búllum í eittskipti fyrir öll.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 14.11.2010 kl. 14:00
Mafían myndi aldrei samþikkja það .Hún þarf að notaþessa aura okkar!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 14.11.2010 kl. 15:19
Eitt er víst að kerfið sem nú er við líði er ónýtt. Gott er að fá hugmyndir um hvernig best er að tryggja lífeyri okkar. Skyldusparnaðarhugmyndin er ekki verri en hver önnur ef hægt er að tryggja eðlilega ávöxtun.
Elín Erna Steinarsdóttir, 16.11.2010 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.