20.11.2010 | 12:09
Uppbyggjandi lausn
Mér finnst að skurðstofur úti á landi ættu að sérhæfa sig í smærri aðgerðum og bjóða upp á þá þjónustu á landsvísu. Þannig væri hægt að halda fleiri skurðstofum opnum og bæta nýtingu fjármagns til þeirra.
Minna skorið af hinum stóru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er einmitt það sem þær gera. St. Jó í Hafnarfirði er t.d. sérgreinasjúkrahús sem þjónustar allt landið meðal annars í mjög sérhæfðum kvenskurðlækningum.
Guðrún Bryndís (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 14:07
Munur að hafa "vinstrimenn" við völd. Það má ausa milljörðum á milljörðum ofan í ESB sem engin heilbrigð og upplýst manneskja vill sjá, og síst af öllu íslenskur almenningur, en láta sjúka borga fyrir þetta Samfylkingarhobbý.
Það hlýtur að vera gaman fyrir mæður með fárveik unga börn að keyra þau marga marga marga marga kílómetra fárveik á sjúkrahús lengst í burtu. En sniðugt! Rosalega er ég glöð að hafa kosið "vinstrimenn". Olaf Palme yrði stolltur af þeim!
Anna (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 21:45
Með því að nýta skurðstofur úti á landi í biðlistaaðgerðir eru þær opnar fyrir bráðaaðgerðir, svo ekki þarf að fara með fárveik ung börn langar leiðir til Reykjavíkur.
Elín Erna Steinarsdóttir, 20.11.2010 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.