20.11.2010 | 12:10
Fjármagnið sem fimmta valdið
Fjármagn hefur í gegn um aldirnar verið lykill að völdum og áhrifum. Stjórnarskráin þarf að taka á þessu valdi og setja leikreglur sem stemma stigu við fjármagnsvaldinu. Menn kaupa auglýsingar í undanfara kosninga, styrkja stjórnmálaflokka og annað sem aukið getur áhrif þeirra í samfélaginu. Setja þarf fjármagnseigendum skýr mörk og tryggja að þeir hafi ekki áhrif á lýðræðið og stjórnvaldsákvarðanir. Einnig þarf almennur borgari að hafa leið til að kalla fram rannsókn á hugsanlegri misnotkun á fjármagni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.