Eftirlitsaðilar og ábyrgð

Í íslenska efnahagshruninu kom í ljós að margt fór úrskeiðis í samfélaginu sem leiðrétta þarf. Eitt af því er að enginn telur sig bera ábyrgð. Samt hefur stórum hópum manna verið greidd há laun vegna ábyrgðar í störfum þeirra. Skilgreina þarf hvað felst í ábyrgð. Að skrifa undir skjal þýðir að viðkomandi samþykkir innihald þess eða að vitundarvottur staðfestir rétta dagsetningu og undirskrift rétts aðila. Skýrar reglur þurfa að gilda um eftirlitsaðila, hlutverk og skyldur. Endurskoðendur sem skrifa undir reikningsskil fyrirtækja ættu að vera samábyrgir þeim sem skrifar reikningana nema þeir geti sýnt fram á að þeir hafi verið leyndir upplýsingum. Annars mætti spara kostnað við endurskoðun. Mikilvægt er að til sé óháð eftirlitsstofnun sem er aðhald við stjórnvöld. Persónuvernd gegnir slíku aðhaldi varðandi einkalíf borgaranna en stundum hefur persónuvernd torveldað eftirlit með lögbrotum. Mikilvægt er að hún standi vörð um og verndi löghlýðna borgara sem ganga ekki á rétt annarra þjóðfélagshópa eða alls almennings.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband