21.11.2010 | 14:11
Forseti Íslands
Í núgildandi stjórnarskrá er kaflinn um forseta Íslands afar ruglingslegur. Eins og stendur er forsetinn eini öryggisventillinn til að hafa hemil á ofríkum stjórnvöldum sem virða vilja þjóðarinnar að vettugi. Þetta er ekki nógu mikið öryggi, vegna þess að það er undir einum manni komið hvort lög taka gildi eða eru send í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi öryggisventill ætti því að vera í höndum þjóðarinnar og minnihluta Alþingis. Aðkoma forseta að stjórnarmyndunarviðræðum er ekki skrifuð í stjórnarskrána heldur byggist á hefðum. Þessu þarf að breyta svo ljóst sér hvert hlutverk hans er í stjórnarmyndunarviðræðum sem og í öðrum embættisverkum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.