21.11.2010 | 21:37
Hvernig á stjórnarskráin að vera?
Þær greinar núverandi stjórnarskrár sem fjalla um stjórnkerfi Íslands og samspil Alþingis og forseta annars vegar og forseta og ráðherra hins vegar, eru mjög ruglingslegar. Túlkun hennar hefur fram undir þetta verið meira í samræmi við óskráðar hefðir en það sem stendur í henni og deilur hafa verið um hvernig ber að túlka hana. Þetta er ekki gott og grefur undan henni sem grundvallarriti sem vísa á þjóðinni veginn. Ef borgararnir skilja hana ekki sameiginlegum skilningi sameinar hún ekki þjóðina heldur sundrar henni. Stjórnarskráin þarf því að vera skýr og skiljanleg öllum landsmönnum og auðvelt þarf að vera að fara eftir henni. Eðlilegt er að stjórnarskáin byrji á skilgreiningu á þjóðargildum, síðan kæmi mannréttindakaflinn, þá stjórnkerfiskaflinn og í lokin væru öll grundvallar hugtök stjórnarskrárinnar skilgreind með afgerandi hætti til þess að tryggja sameiginlegan skilning þegnanna á henni. Dæmi um hugtök sem gætu komið fram í nýrri stjórnarskrá og þyrfti að skilgreina eru velferð, lífsgæði, þjóðareign, eignarréttur, einkalíf, almannahagsmunir, frelsi, ábyrgð og samfélagsábyrgð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.