24.11.2010 | 19:37
Menntamál í stjórnarskránni
Góð menntun er grunnur að öflugu samfélagi. Í stjórnarskránni þarf að tryggja með afgerandi hætti jafnrétti til menntunar. Jafnframt að námsáhugi skuli efldur með fjölbreyttum námsaðferðum. Ef til vill þarf líka að skilgreina hvaða námsþætti þurfi að lágmarki að kenna s.s. lestur og ritun, stjórnarskrána sjálfa, siðfræði, hættur hjarðhegðunar, sjálfbærni, lágmarks uppeldisfræði, upplýsingatækni, stærðfræði, grunnþekking á rekstri heimilis, íslensku og erlend tungumál.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.