24.11.2010 | 20:13
Réttindi barna og ungmenna
Mikilvægt er að Ísland undirgangist alþjóðlega mannréttindasáttmála eins og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeir bundnir í stjórnarskrá. Einnig að embætti umboðsmanns barna sé stjórnarskrárbundið. Einnig þarf að mínu mati að taka fram að hagsmunir barna eiga að ganga ofar hagsmunum foreldra í barnaverndarmálum og forræðismálum. Ég vil þó taka það fram að sem betur fer, fara hagsmunir barna og foreldra oftast saman. Börnin eru okkar mesta auðlind, þau eru framtíð þjóðarinnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.