26.11.2010 | 19:04
Teningunum kastað
Nú líður að stóra deginum og ég bið þess að þeir fulltrúar sem þjóðin velur til setu á stjórnlagaþingi reynist vandanum vaxnir. Nú verð ég að treysta á að mér hafi tekist að vekja athygli á framboði mínu og baráttumálum, þrátt fyrir að hafa ekki keypt auglýsingar. Ég verð líka að treysta á orðspor mitt og að þeir sem þekkja mig og treysta, hafi talað máli mínu. Ég óska þjóðinni guðs blessunar á þessum stóru tímamótum og hvet alla til að kjósa á morgun. Öðrum frambjóðendum þakka ég fyrir góða og drengilega kosningabaráttu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.