Óvænt gjöf

Í dag fór ég að kjósa mér fulltrúa á stjórnlagaþing. Alveg óvænt gilti atkvæði mitt meira en helmingi meira en búast mátti við. Um 60% þjóðarinnar treystu okkur sem kusu til að kjósa fyrir sig og ráða hverjir sitja þingið. Ætla má að þetta fólk vilji ekki jafna vægi atkvæða þegar það eftirlætur öðrum allt atkvæði sitt. Eru það skilaboðin til þingmanna frá þessum hópi að þeim sé sama um lýðræðið? Eitt er víst að ekki þýðir fyrir þetta fólk að kvarta undan einu né neinu. Það fékk tækifæri til að kjósa sér fulltrúa til að smíða nýjan lagagrundvöll, en gaf það frá sér til okkar hinna Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega, sennilega hefur atkvæðið mitt aldrei haft annað eins vægi.

Dagný (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 23:56

2 identicon

Íslendingum er ekki við bjargandi. Ég veit ekki hvað fólk á skilið.

Jónína Lárusdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband