Hvað næst?

Búið er að taka af þjóðinni lýðræðislagar kosningar vegna formgalla, þrátt fyrir að engar ábendingar hefi komið fram um kosningasvik.

Búið er að taka kjörbréf af lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðarinnar vegna formgalla í kosningum þrátt fyrir að allar líkur séu á að þeir hafi verið rétt kjörnir.

Að óbreyttu kemur stjórnlagaþing ekki saman fyrir miðjan febrúar eins og kveðið er á um í lögum. Allt stefnir í þvingað lögbrot vegna ógildingar kosningar til stjórnlagaþings.

Hæstiréttur landsins vitnar með ónákvæmum hætti í lög um stjórnlagaþing í dómsorði sínu vegna kosninga til þingsins.

Hæstiréttur Íslands er pólitískt skipaður og eru 8 af níu dómurum landsins skipaðir af sama flokknum. Rétturinn er því ekki sjálfstæður dómstóll heldur framlenging á valdi eins flokks.

Hæstiréttur hefur gefið hættulegt fordæmi með hörðum dómi sínum vegna formgalla í kosningum. Þetta gefur nýjan möguleika á að fella úr gildi óhagstæðar kosningar með lagaklækjum.

Samtök atvinnulífsins beita stjórnvöld þvingunum í þágu sérhagsmuna. Dæmi um þetta er að knýja fram ákvæði um stóriðjuframkvæmdir í svo kölluðum Stöðugleikasáttmála og að hóta því að ekki verði samið um kaup og kjör nema kvótagreifar haldi sínu.

Jafnræðisregla stjórnarskrárinnar er þverbrotin. Sumir bera ábyrgð á skuldum sínum en aðrir ekki og sumir njóta launaleyndar en aðrir ekki, svo dæmi séu tekin.

Hvað næst?

Sjá grein Reynis Axelssonar

http://silfuregils.eyjan.is/2011/02/03/reynir-axelsson-athugasemdir-vid-akvordun-haestarettar-um-ogildingu-kosningar-til-stjornlagathings/#comments


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Í fyrsta lagi: Ef þú settir ekki a.m.k. 10 konur á listann þinn, þá áttir þú á hættu að þær yru settar fram fyrir þína fulltrúa.

Afskaplega lýðræðislegt ekki satt.

  Í öðru lagi þá var kosningin ekki leynileg eins og lög gera ráð fyrir að þér sé tryggt.

  En í þriðja lagi, og það er algjörlega óviðsættanlegt, þá voru atkvæðin talin í felum og því gjörsamlega útilokað að vita hvort nokkuð var að marka talninguna. 

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 22:18

2 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Þakka þer fyrir færsluna þorsteinn!

Leikreglurnar voru settar í lögum um stjórnlagaþing, sem alltaf er hægt að deila um. Benda má t.d. á að í núgildandi lögum um Alþingiskosningar er kosningaréttur ójafn. Varla er það lýðræðislegra, en viljum við láta dæma slíkar kosningar ógildar á þeim grunni. Við erum komin inn á hættulega braut ef hæstiréttur dæmir kosningar ógildar af því þær hugnist ekki dómurunum.

Kveðja Elín Erna

Elín Erna Steinarsdóttir, 3.2.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband