6.2.2011 | 14:14
Hjálp!
Ný hrunstjórn er í pípunum. Sjálfstæðisflokkurinn hallar sér að Samfylkingu. Þá eignast einkaaðilar arðinn af nýtingu orkuauðlindanna, sægreifarnir halda áfram að selja aðganginn að auðlindum þjóðarinnar og stinga í rassvasann eða koma honum til Tortóla. Stórkallaleiðirnar fara aftur á fullt skrið, skattar verða lækkaðir á þá sem eiga einhverja peninga o.s.frv. Guð hjálpi okkur!
Athugasemdir
Varðandi sjávarauðlyndina? Ef,(sem ég vona ekki)við göngum í ESB. Verða þá ekki veiðiheimildum útdeilt af þeim?(ESB). Þótt taki kanski ehv. ár.
Helga Kristjánsdóttir, 6.2.2011 kl. 14:32
Nú stendur upp á Jóhönnu og Steingrím., þó einkum Jóhönnu að kveða skýrt á um hvað sé í gangi hjá stjórninni starx eftir helgi.
Er samstarfið að gliðna eins og lesa mátti úr orðum Sigmundar Ernis í Silfrinu ?
Er SF búið að standa í dílingum við sjallanna td varðandi Icesave og kvótakerfið ?
hilmar jónsson, 6.2.2011 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.