Öreigastefna

Fátækur er eignalaus maður, þess vegna reyna flestir að eignast eitthvað sem annað hvort gefur af sér arð eða sparar útgjöld. Það sama á við um þjóðir, það er mikilvægt að til séu innlend fyrirtæki sem selja afurðir til útflutnings til að afla gjaldeyris  fyrir því sem við þurfum að kaupa frá útlöndum. Á sama hátt er mikilvægt að eiga fyrirtæki og fasteignir sem spara útgjöld í erlendum gjaldeyri. Ef erlendir aðilar ættu t.d. allar fasteignir á Íslandi rynni leigan af þeim öll úr landi. Arður af fyrirtækjum í erlendri eigu fer út úr hagkerfinu. Eftir því sem fleiri eignir verða í eigu erlendra aðila, þeim mun meira þarf að skattleggja þær til að tryggja ávöxtun af henni fyrir þjóðina. Þetta dregur kraftinn úr fyrirtækjunum þannig að launin lækka sem þau geta greitt, sem veldur því að skattstofn einstaklinganna lækkar. Þá kemur minni tekjuskattur inn, sem veldur því að hækka verður skattprósentuna, sem minnkar einkaneysluna, sem veldur því að minni virðisaukaskattur skilar sér. Þannig er þetta spírall niður á við þegar við höfum minnkað tekjustofninn sem fólginn er í eignum okkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband