Tímir þú að borga skatta?

Í hugum margra eru skattar neikvæðir. Fólk horfir á eftir peningum sem fara til samneyslunnar sem glötuðu fé sem hefði verið hægt að nota til að kaupa sér ýmisleg þægindi. Þá gleymist að taka tillit til þess að við erum í raun að borga svo ótalmargt með skattfé okkar sem við tökum ekki eftir dags daglega. Við erum að borga fyrirfram fyrir heilbrigðisþjónustu sem við þurfum öll á að halda að meira eða minna leyti og vex með hækkandi aldri. Við erum að borga fyrir menntun okkar og barnanna okkar, fyrir löggæslu og eftirlitskerfi. Við erum líka að borga fyrir ýmiskonar forvarnir, sjúkraflutninga, slökkvistörf og öryggisstofnarnir. Við erum að borga fyrir samgöngunet og viðhald þess. Við erum í raun að borga með sköttunum okkar að meira eða minna leyti fyrir flest það sem nauðsynlegt er í nútíma velferðarþjóðfélagi annað en húsnæði, fæði og klæði. Með sköttunum tryggjum við líka lágmarksframfærslu þeirra sem minna mega sín einhverra hluta vegna og sýnum þannig að við stöndum undir því að vera samfélag sem stendur saman um velferð hvers og eins. Myndi þjónustan sem nú er veitt af hinu opinbera verða ódýrari ef einkaaðilar tækju hana að sér? Hefðu allir efni á að kaupa þá þjónustu sem þeir þurfa? Gætum við yfirleitt talað um samfélag án skatta?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband