Pissa í skóinn sinn hagfræði

Flestir geta ímyndað sér hvernig það kemur út að pissa í buxurnar og finna hlýja bununa ylja sér, en bara augnablik. Það sama gerist þegar erlendir fjárfestar kaupa fyrirtæki á Íslandi. Þá losnar fjármagn sem þægilegt er nota í eyðslu. Það fé sem losnar hitar hagkerfið og eykur útstreymi fjármagns úr landinu, vegna aukinnar neyslu og vegna arðs af erlendu fjárfestingunum sem fer úr landi til eigendanna. Þegar búið er að eyða því skotsilfri sem varð til við söluna kólnar hagkerfið fljótt því tekjustofninn hefur minnkað. Eftir sitjum við fátækari en áður, því tekjustofninn er fólginn í fyrirtækjunum. Þetta er sannkölluð öreigastefna sem stefnir okkur beint í moldarkofana svo notuð sé klassísk myndlíking.

Ég hvet kjósendur að spyrja framboðin hvaða afstöðu þau hafa til erlendra fjárfestinga og hvort allt sé falt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm, sjálfsþurftarbúskapur, það er sem við þurfum.

Norður Kórea hefur þróað þetta fyrirkomulag hvað lengst og best, og ekki úr vegi að það fari sendinefnd frá okkur, til þess að læra af þeim.

Annars væri gaman að þú myndir spreða smá tíma í frekari hagfræðiskýringar, og ekki úr vegi að taka það út, hvaða erlendu aðilar það eru sem eru að kaupa fyrirtæki á Íslandi.

Það er ljóst að hagfræðin tapaði af miklu, að missa þig yfir í leikskólann.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 16:55

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð samlíking

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.4.2013 kl. 16:57

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hilmar þegar fólk fer að tala um Norður Kóreu eða Kúpu þá er það merki um rökþrot. Þetta eru rök þrælslundarinnar, hins hrædd sem trúir því að eingöngu séu tveir valkostur. Argasti kommúnismi eða að láta auðvaldið kúga sig. Besta leiðin er að vera sjálfstæður og sinn eigin húsbóndi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.4.2013 kl. 17:01

4 identicon

Þessi fyrirtæki greiða íslendingum laun, þau kaupa þjónustu af íslenskum fyrirtækjum, þau greiða allskyns skatta og gjöld. 10-20% arðsemi af veltu þykir ágæt og þó svo að fyrirtækin taki þessa arðsemi úr landi þá verður nú slatti (80-90%?) eftir eða hvað?

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 20:44

5 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Sjálfsþurftarbústaður felst í því að framleiða allt sjálf þannig að við séum ekki háð viðskipum við aðrar þjóðir. Ég talaði hvergi um að skrúfa fyrir viðskipti við önnur lönd. Ef við hins vegar viljum hámarka þann arð sem við höfum af fyrirtækjum er mikilvægt að eiga þau þannig að arðurinn af þeim fari ekki út úr hagkerfinu.

Ég er sammála þér að hagfræðin missti af miklu að ég fór í leikskólann (í hana vantar fleira fólk sem gengur ekki út frá því að hagfræðikenningar séu einhver sannleikur) en maður getur víst ekki verið alls staðar :)Kenningar í uppeldisfræði eru heldur enginn einn sannleikur. Þú getur líka haft þína skoðun á uppeldi.

Elín Erna Steinarsdóttir, 16.4.2013 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband