18.4.2013 | 22:07
Ríkisstyrktar áróðursauglýsingar
Ég bið kjósendur að hugsa um að þeir stjórnmálaflokkar sem nú eru með menn á þingi, auglýsa á kostnað skattgreiðenda. Þeir sem mikið auglýsa gera það auk þess með fjármunum frá hagsmunaaðilum sem heimta stuðning að kosningum loknum.
Ég borga skattana mína með gleði, nema þegar ég sé þá fara í innantómar áróðursauglýsingar.
Ég hvet alla til að setja mínus við flokka sem auglýsa mikið, ekki síst í dýrum miðlum eins og sjónvarpi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.