21.4.2013 | 10:58
Sala á Landsvirkjun er pissa í skóinn sinn hagfræði
Það er ástæða fyrir því að auðmenn vilja fjárfesta í eignum. Ástaðan fyrir því er að eignirnar viðhalda auðnum og skapa enn meiri auð. Mest sækjast þeir eftir fyrirtækjum sem allir eru knúnir til að skipta við eða fyrirtækjum sem eru kostuð af skattfé sem er öruggur tekjustofn. Dæmi um svona fyrirtæki eru þau sem hafa aðgang að takmarkaðri auðlind eins og orkufyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki, skólar og heilbrigðisstofnanir. Einnig eru bankar mjög eftirsóttir enda sitja þeir á gullkistu og geta leikið sér með hana nánast að vild vegna bankaleyndar. Auðmenn beita sér mjög sterkt á bakvið tjöldin boða þau trúarbrögð að almenningur eigi helst ekki að eiga neitt. Miklu betra sé fyrir opinbera aðila að leigja en ekki eiga. Hvers vegna gera þeir það þá ekki sjálfir og selja eignir sínar til almennings? Eru þeir bara að fórna sér fyrir almenning? Hvernig eignuðust þeir þá það sem þeir eiga? Varla hafa það verið almennar launatekjur.
Einn stjórnmálaflokkur hefur í gegnum árin beitt sér fyrir einkavæðingu ríkiseigna og gerir enn þrátt fyrir alvarlagar afleiðingar fyrri einkavæðingar. Þessi flokkur ætlar að minnka tekjustofn ríkisins með skattalækkunum og brúa gatið með sölu Landsvirkjunar, sem er ekkert annað en pissa í skóinn sinn hagfræði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.