23.4.2013 | 19:18
Lýðræðishalli og brot á stjórnarskrá
Hvet fólk til að hunsa framboðsþætti á Stöð 2 og kosningaumfjöllun í Fréttablaðinu vegna lýðræðishalla. Verð líka að segja að mér finnst það ekki mikil lýðræðisást af framboðunum sem boðið er til viðræðna að þiggja það með þessum leikreglum. Þetta er líka mjög fjarri jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, enda má ekki mismuna vegna skoðannna. Ef þið viljið lýðræðisumbætur og raunverulegan vilja til jafnréttis í samfélaginu kynnið ykkur þá framboðin sem ekki eru boðin til ,,veislunnar".
Athugasemdir
Var að skoða lög um fjölmiðla og get ekki annað séð en að fjölmiðillinn brjóti gegn 26. gr. þeirra laga, nema það sé yfirlýst stefna 365 miðla að mismuna eða gæta hagsmuna þeirra 6 framboða sem um ræðir.
Elín Erna Steinarsdóttir, 23.4.2013 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.