Töfrahöllin

Er að lesa Töfrahöllina eftir Böðvar Guðmundsson. Þetta er frábær bók sem fléttar saman skemmtilega persónusköpun, skemmtileg stílbrögð og djúpstæðan boðskap. Aðalpersónan lendir á milli tveggja heima, annars vegar hins fábreytta lífs í tenglum við nátturuna og hins vegar markaðshyggjunni í hinni viltustu mynd, þar sem allt er í raun falt. Fyrstu kynninn við hið óhefta viðskiptalíf eru mjúk, blíðleg og björt en dekkri tónar eru undirliggjndi. Ég er núna stödd þar sem aðalpresónan er í raun búin að jarða sitt fyrra líf og afi hans með hugsjónir sínar um betri heim er dáinn. Tengdafaðirinn með öll sín auðæfi tekur að sér að ráðstafa arfinum og hefur um leið í raun fullkomið vald yfir tengdasyninum. Hann langar að mennta sig í mannfræði en tengdafaðirinn vill að hann mennti sig í viðskiptagreinum eða stjórnun.

Óttast að við séum sem þjóð á sama stað og aðal sögupersónan. Hart er sótt að okkur að selja allt sem hægt er að selja, þar á meðal nýtingarrétt á auðlindum okkar. Vörum okkur á gylliboðum sem hafa það eitt að markmiði að komast til valda. Hvenær hefur það vafist fyrir gömlu valdaklíkunum að svíkja loforð? Ég ætla að halda áfram að lesa bókina og vona að sögupersónan sem gengur gjarnan undir nafninu nafni, nái að halda sjálfstæði sínu og viðhaldi mannlegum gildum sínum. Þess óska ég öllum nöfnum þessa lands.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að klára bókina í morgun! Það verður gaman að ræða hana í leshringnum og ég er sammála þér um að margt kraumar þarna undir. Mér fannst jafnvel forseta vorum bregða þarna fyrir!

Gleðilegt sumar!

Dagrún

Dagrún (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 17:34

2 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Sömuleiðis, ég hlakka mikið til að kryfja þessa bók og gleðilegt sumar.

Elín Erna Steinarsdóttir, 25.4.2013 kl. 23:05

3 identicon

Mjög góð bók og það má greinilega sjá samlíkingu með um aðalpersónunni og þjóðinni eða sem alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn þótt þeir fordæmi og skammist sín fyrir gerðir þeirra. Frábær persónusköpun og gaman að hafa aðalpersónuna svona undirgefna, Jósep er engin hetja eins og algengt er um aðalpersónur.

Kristín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband