Íslendingar kyssa vöndinn

Í sorg minni yfir dapurlegu gengi félagshyggjuaflanna í íslenskri pólitík hef ég haldið áfram með lestur Töfrahallarinnar eftir Böðvar Guðmundsson. Það er sláandi hvernig aðlapersóna sögunnar lætur plata sig með gylliboðum, fagurgala og óljósri tilfinningu um þægilegt líf sem komi einhvern vegin upp í hendurnar á henni án þess að þurfa að hafa fyrir því. Í staðin rekur hver ógæfan aðra en þrátt fyrir það er alltaf leitað á sömu mið. Þetta er nákvæmlega það sama og Íslendingar gera, nú kyssa þeir vöndinn á ný og kalla yfir sig nýja hrunstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn boðar nákvæmlega sömu aðgerðir og áður leiddu til efnahagshruns og Framsókn ætlar að sækja fé til vogunarsjóða. Vonandi tekst Framsókn það en ef að líkum lætur er það sýnd veiði en ekki gefin.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband