Hvernig á stjórnarskráin að vera?

Þær greinar núverandi stjórnarskrár sem fjalla um stjórnkerfi Íslands og samspil Alþingis og forseta annars vegar og forseta og ráðherra hins vegar, eru mjög ruglingslegar. Túlkun hennar hefur fram undir þetta verið meira í samræmi við óskráðar hefðir en það sem stendur í henni og deilur hafa verið um hvernig ber að túlka hana. Þetta er ekki gott og grefur undan henni sem grundvallarriti sem vísa á þjóðinni veginn. Ef borgararnir skilja hana ekki sameiginlegum skilningi sameinar hún ekki þjóðina heldur sundrar henni. Stjórnarskráin þarf því að vera skýr og skiljanleg öllum landsmönnum og auðvelt þarf að vera að fara eftir henni. Eðlilegt er að stjórnarskáin byrji á skilgreiningu á þjóðargildum, síðan kæmi mannréttindakaflinn, þá stjórnkerfiskaflinn og í lokin væru öll grundvallar hugtök stjórnarskrárinnar skilgreind með afgerandi hætti til þess að tryggja sameiginlegan skilning þegnanna á henni. Dæmi um hugtök sem gætu komið fram í nýrri stjórnarskrá og þyrfti að skilgreina eru velferð, lífsgæði, þjóðareign, eignarréttur, einkalíf, almannahagsmunir, frelsi, ábyrgð og samfélagsábyrgð.

Hver er ég?

Ég hef ákveðið að stofna bloggsíðu til að auðvelda mér að koma sjónarmiðum mínum á framfæri vegna framboðs míns til stjórnlagaþings. Hvatinn að framboði mínu er brennandi áhugi minn á betra og réttlátara þjófélagi þar sem allir geta leitað réttar síns fyrir dómstólum, notið sambærilegrar læknaþjónustu og menntunar. Ég vil sjá auðlyndir í þjóðareigu, virkara lýðræði og þrískiptingu ríkisvaldsins í verki.

Ég er óflokksbundin og hef engin tengsl við hagsmunasamtök eða fjársterka aðila. Vilji þjóðin þiggja af mér þá vinnu sem ég býð fram til setu á stjórnlagaþingi, mun ég auðmjúk gera allt sem í mínu valdi stendur til að smíða nýja auðskiljanlega og réttláta stjórnarskrá í góðri samvinnu við aðra þingmenn.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband