Íslenska, innflytjendur og íslenskur ríkisborgararéttur

Ein af stóru spurningunum til framtíðar er staða íslenskrar tungu. Ég tel að taka eigi fram að íslenska skuli vera opinbert mál á Íslandi. Þetta er mikilvægt til að glata ekki menningarverðmætum sem fólgin eru í heimildum á íslenskri tungu og tengingu við sögu lands og þjóðar. Þannig sé tekið fram í stjórnarskrá að meginreglan sé að nota skuli íslensku á Íslandi. Þessu fylgir að tryggja þarf rétt innflytjenda til íslenskunáms. Ég tel rétt að innflytjendum sem vilja verða Íslendingar sé boðið upp á að fara í gegnum ferli sem lýkur með íslenskum ríkisborgararétti. Þannig sæki fólk um ríkisborgararétt og að uppfylltum skilyrðum um að geta skilið og tjáð sig á íslensku, hafi þekkingu á íslensku samfélagi, stjórnarskránni og hafi ekki komist í kast við lögin á umsóknartímanum. Á nýafstöðnu þingi innflytjenda í Borgarleikhúsinu benda þeir á að mikilvægt er að læra íslensku og að varðveita eigin tungu samhliða. Þetta tel ég mjög mikilvægt að tryggt sé á Íslandi. Í hinum alþjóðlega heimi eru börn innflytjenda sem eru jafnvíg á tvö eða fleiri tungumál, hrein gersemi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband