22.11.2010 | 14:14
Orð í tíma töluð
Ein af grunnstoðum lýðræðis er menntun og almenn upplýsing þegnanna. Það er vitað að áhugi vex með aukinni þekkingu og því mjög mikilvægt að fjalla um grunnlög þjóðarinnar. Þó stjórnarskráin sem við eigum núna sé ekki beint skemmtileg aflestrar, er alveg hægt að fjalla um hana þannig að áhugi vakni. Sá áhugi er mikilvæg undirstaða þeirrar lýðræðishugsunar að fólkið í landinu taki afstöðu til mála og kjósi um þau. Auk þess er mikilvægt fyrir alla að vera meðvitaðir um réttindi sín og skyldur.
Stjórnarskráin verði skyldunám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.