Mannréttinda og samfélagskafli

Samhliða skýrum kafla um mannréttindi einstaklinga, þarf að fjalla um samfélagslega ábyrgð þegna landsins og grunngildi sem myndar samfélagssáttmála þjóðarinnar. Standa þarf vörð um þau mannréttindi sem nú þegar eru skilgreind í stjórnarskrá og huga þarf að stöðu minnihlutahópa. Svo samfélag geti talist siðað þurfa allir að njóta sambærilegra réttinda. Minnihlutahópar hafa í gegn um tíðina átt undir högg að sækja og lýðræðið tryggir ekki rétt þeirra þar sem meirihlutinn ræður. Stjórnarskráin þarf því að taka á þessu vandamáli og tryggja réttindi allra. Allir ættu að vera jafnir fyrir lögum og stuðla ber að jafnrétti þegnanna í sem víðustum skilningi. Friðhelgi einkalífsins þarf að skilgreina með skýrum hætti og tilgreina takmarkanir eins og t.d. þegar ofbeldisverk eru unnin innan veggja heimilisins. Þannig sé staðið vörð um frelsi einstaklingsins svo lengi sem það ógnar ekki frelsi annarra og almannahagsmunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband