Gott framtak

Þegar risinn fór af stað var vel að verki staðið. Ég fór í viðtal hjá Ævari Kjartansyni á laugardag og skilst mér að það hafi verið útvarpað í morgun. Það var kannski ekki á besta tíma en hægt er að fara inn á það á vef ríkisútvarpsins http://www.ruv.is/stjornlagathing/frambjodendur . Ég þakka RÚV fyrir þetta tækifæri og Ævari ásamt meðframbjóðendum mínum í hljóðveri, fyrir góða nærveru.
mbl.is Talað var við nærri 500 frambjóðendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núverandi stjórnarskrá tryggir að þjóðin fái ALLTAF að kjósa, í ÞREMUR tilfellum:

1. Ef forseti neitar að staðfesta lög

2. EF STENDUR TIL AÐ BREYTA ÞJÓÐKIRKJUNNI

3. Ef alþingi vill láta reka forsetan.

Séu lög um þjóðkirkju numin í burtu, er um leið verið að nema brott lög um að þjóðin fái að velja sjálf sinn eigin sið. Það er vanvirðing við íslensku þjóðina, lýðræðishefðina og Vestræna Menningu í heild sinni.

Það var einmitt lítil grein um þetta nýlega í Bókatíðinudum 2010 í tilefni af nýrri útgáfu núverandi stjórnarskrárinnar sem til sölu eru í bókabúðum. Ráðlegg öllum að fá sér eintak. Það á enginn erindi að kjósa um breytingar á stjórnarskrá sem hann hefur ekki nennt að lesa og kynna sér, og ég vara alla við að láta hræðsluáróður frá ólýðræðislegum besserwisserum hafa áhrif á val sitt.
Sjálfur er  ég aðskilnaðarsinni, en umfram allt lýðræðissinni, sem virði ekki þá sem bjóða sig fram til að troða einkasannfæringu sinni upp á almenning og vanvirða lýðræðið og þjóðina. 

Jónas (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 23:40

2 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Sæll Jónas

Takk fyrir þitt innlegg. Ég er alveg sammála þér að þjóðin á sjálf að kjósa um samband ríkis og kirkju. Ef fram kemur frumvarp um að aðskilja ríki og kirkju á það að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég vona að þú takir ekki greinaskrif mín þannig að ég telji mig vita allt best sjálf. Það er hins vegar nauðsynleg þjónusta við kjósendur að ég komi á framfæri hugmyndum mínum um nýja stjórnarskrá, þannig að fólk geti kosið mig ef það er sammála mér, en ekki ef því líkar ekki hugmyndir mínar. Út á þetta gengur lýðræðið. Að lokum vil ég árétta, að hafa þarf að leiðarljósi niðurstöður þjóðfundar og reyna að vera í virku sambandi við almenning svo þjóðin eignist hlutdeild í nýrri stjórnarskrá sinni.

Kveðja Elín Erna

Elín Erna Steinarsdóttir, 25.11.2010 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband