Upplýsingar og gegnsæi

Mannréttindakafli stjórnarskrár er mikilvægur, en til þess að tryggja að farið sé eftir honum þarf stjórnarskráin að kveða skýrt á um upplýsingaskyldu og tryggja vandað dómsvald sem er óháð framkvæmavaldi og fjársterkum aðilum. Leiðin til að tryggja jafnrétti er að fólk fái fréttir af hvers konar mismunun svo hægt sé að bregðast við henni. Þannig geta þeir sem beittir eru misrétti sótt rétt sinn. Í þessu sambandi er líka mikilvægt að tryggja sjálfstæði fjölmiðla. Með aukinni upplýsingu og óháðum fjölmiðlum berst menntuð þjóð fyrir rétti sínum gagnvart valdhöfum og fjársterkum aðilum. Einnig þarf að auka möguleika fólks til að sækja rétt sinn gagnvart þessum sömu aðilum í gegn um dómskerfið. Eignarhald á öllum fyrirtækjum sé opinbert og öllum aðgengilegt. Einnig má það ekki vera svo flókið að almenningur geti ekki grundað í því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband