Lýðræði

Setja þarf skýrar reglur um lýðræði í nýrri stjórnarskrá. Taka fram að valdið komi frá þjóðinni og kjörnir valdhafar stjórni í umboði hennar. Mikilvægt er að þjóðin og minni hluti Alþingis geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu í mikilvægum málum og að stjórnarskrárbreytingar fari í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað óbeinna kosninga um þær eins og núgildandi stjórnarskrá segir til um. Einnig þarf að setja reglur um skoðanakannanir í aðdraganda kosninga og eftirlit með þeim sem framkvæma þær. Jafnframt þarf að tryggja gegnsæi og stemma stigu við fjármagni í kosningabaráttu. Þetta þarf að gera til að allir hafi jafna möguleika á að koma sér á framfæri og til að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif fjársterkra eða valdamikilla aðila á frambjóðendur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband