10.4.2013 | 21:50
Vaknað af Þyrnirósarsvefni?
Eftir langt hlé hef ég ákveðið að endurvekja þessa litlu síðu mína því kosningar eru í námd. Nú sem endranær er mikilvægt að vanda sig við valið. Þau mál sem mér eru mjög hugstæð eru m.a. að ekki verði gengið lengra í einkavæðingu ríkisfyrirtækja, að fjármálakerfi þjóðarinnar verði endurskoðað til að fyrirbyggja nýtt hrun og meiri eignatilfærslu frá þeim fátæku til þeirra ríku. Einnig að endurskoða stjórnarskrána til að styrkja lýðræðið, að afnema leyndarhyggju og efla upplýsingalög. Mikilvægt er að kjósendur þrýsti á stjórnmálaflokka um svör við þeim spurningum sem brenna á hverjum og einum og láta ekki plata sig með innantómum fagurgala.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.