Lýðræði

Hvað þarf til að tryggja lýðræði? Við búum við ýmis lýðræðisréttindi sem eru ekki sjálfgefin. Okkur finnst sjálfsagt að allir hafi rétt á að kjósa óháð stétt, stöðu eða efnahag. Þetta er því miður ekki sjálfgefið, sums staðar þarf að borga sig inn á kjörskrá eins og gerist t.d. í Bandaríkjunum. Framkvæmd og eftirlit með kosningum er gott hér á landi þannig að kosningaleyndin er tryggð, svo enginn geti beitt annan þrýstingi. En er lýðræði á Íslandi þá ekki fullkomið? Því miður er ekki svo og illu heilli eru auglýsingar leyfðar fyrir kosningar og framboðum er ekki tryggður jafn aðgangur að fjölmiðlum. Þetta verður til þess að fjármagn hefur áhrif á fylgi flokkana, eða með öðrum orðum þá er hægt að kaupa sér fylgi. Að lokum má líka benda á að skoðanakannanafyrirtækin eru ekki háð opinberu eftirliti og skoðanakannanir hafa skoðanamyndandi áhrif. Látum ekki innantóm slagorð í auglýsingum hafa áhrif á skoðanir okkar, eltum ekki fylgissveiflu í skoðanakönnunum, heldur kynnum okkur stefnuskrá flokkana og kjósum sjálfstætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband