17.11.2010 | 18:28
Gallað kerfi
Breyta þarf atvinnuleysistryggingakerfi í atvinnutryggingakerfi. Nú sem stendur hefur fólk á bótum í mörgum tilfellum meira á milli handanna en fólk í láglaunastörfum. Þetta getur einfaldlega ekki gengið. Breyta þarf þessu kerfi þannig að það borgi sig alltaf að taka atvinnutilboði eða fólk þurfi að sinna samfélagsþjónustu meðan það leitar að vinnu.
Þúsund manns hafa misst réttindi til bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hækka á auðvita lægstu launin. Hefur þú þurft að lifa á bótum???????
Helgi Þór Gunnarsson, 17.11.2010 kl. 19:59
Ég er alveg hjartanlega sammála að lægstu launin eru allt of lág
Elín Erna Steinarsdóttir, 17.11.2010 kl. 20:10
Sammála Helga.
það er svo skrítið að fólk sem er í fullri vinnu, er með svo mikla fordóma út í þá sem eru atvinnulausir.Sem betur fer er ég ekki atvinnulaus og er í góðri vinnu.Ég myndi ekki vilja þurfa að lifa á 130 þúsund á mánuði .Og mér finnst óþolandi þegar er verið að bera atvinnuleysisbætur og lægstu laun saman þannig að það líti út fyrir að þeir atvinnulausu lifi lúxuslífi.ÞAÐ ER SKAMMARLEGT HVERSU LAUN Á ÍSLANDI ERU LÁG. Auðvitað á að hækka lægstu launin.
Í guðanna bænum hættið þessum fordómum.
hse (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 20:13
Helgi Þór Gunnarsson, 17.11.2010 kl. 20:24
Ég held að fólk vilji vinna, en hver vill fara að vinna til að minnka tekjur sínar. Það sýnir sig lika að ekki tekst að ráða fólk í láglaunastöður, ekki einu sinni á Suðrunesjum. Það er eitthvað mikið að
Elín Erna Steinarsdóttir, 17.11.2010 kl. 23:02
Ég er öryrki og mín skoðun er sú að lágmarkslaun eigi að vera hærri en bætur.
En lausnin er ekki sú að lækka bæturnar, eðlilegast er að hækka frekar lægstu launin.
Að mínu mati á enginn að fá útborgað minna en 200 þúsund á mánuði. Það er bara svona dýrt að búa á Íslandi í dag, því miður.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 00:39
Ef leikskólastjórinn missti vinnuna nú um áramótin,enga vinnu að fá hjá
öðrum skólum,færi hún að vinna á kassa í Bónus ? Annars eru það lægstu
launin sem þarf að hækka,ekki lækka atvinnuleysisbætur.
hth
Hilmar Þ. (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 00:50
Ég bið fólk að afsaka ef texti minn skilst á þann veg að ég sé að fara fram á lækkun á bótum. Það er ekki mín meining. Mín meining er sú að fólk þurfi að hafa ávinning af að fara í vinnu. Eins og stendur er ég að auglýsa eftir starfsmanni. Örfáar umsóknir hafa borist þrátt fyrir mikð atvinnuleysi. Launin eru of lág. Þau þarf að hækka. Mín laun mætti frekar lækka. Þar fyrir utan eru teikn á lofti um að leikskólastjórum í Reykjavík verði sagt upp störfum vegna sameininga leikskóla. Mér finnst gott að vita að ef ég fæ ekki vinnu fæ ég þó einhverjar tekjur, en það veit guð að ég mun gera allt til að komast í einhverja vinnu. Það getur verið dýrmæt reynsla að vinna á kassa í Bónus, en súrt þætti mér að fá lægri laun fyrir það en að vera á bótum.
Elín Erna Steinarsdóttir, 18.11.2010 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.