Ein þjóð í einu landi

Í nýrri stjórnarskrá þarf að tryggja jafnvægi milli þéttbýlis og dreifbýlis. Núverandi kjördæmaskipan hefur ekki tryggt það. Þrátt fyrir ójafnt atkvæðavægi dreifbýli í hag hallar stöðugt á landsbyggðina og fjármunir og fólk streyma til þéttbýlisins á Suðvesturhorninu. Önnur afleiðing núverandi kerfis er sú að tvær þjóðir búa í landinu, borgarbúar og dreifbýlisfólk. Mér finnst þetta ekki ganga upp. En hvað er þá til ráða? Leiðin gæti verið er að setja í stjórnarskrána reglur um lágmarksþjónustu á hverju svæði, þannig að allir geti búið við mannsæmandi skilyrði óháð búsetu? Þá gætum við leyft okkur að jafna atkvæðisrétt fólks að fullu og sameinað allt landið í eitt kjördæmi. Vonandi gætum við þá líka leyft okkur að vera ein þjóð og setja hagsmuni allrar þjóðarinnar í forgang.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband